Þar sem íslenska snemmsumarsveðrið hefur ekki verið upp á marga fiska vilja Brestssystur senda hlustendum smá sumargjöf og sól frá Tossa de Mar á Spáni.
Þátturinn var tekinn upp í lok maí þegar Birna var sólkysst í Tossa en Bryndís að slást við trampólín í gulri viðvörun.
Ef þið hafið áhuga að koma með hópi af landsins skemmtilegustu ADHD konum til Tossa de Mar í september þar sem sólarslökun, góður matur, náttúrutöfrar og misgóð tímastjórnun verður í hávegum höfð finnið þið allar upplýsingar á vef Visitor.
Ath. lokað verður fyrir bókanir 26. júlí.
-----
Brestssystur eru framúrskarandi í tímastjórnun eins og flestu öðru tengdu skipulagsfærni, en hafa þó heyrt af fólki þarna úti sem er að glíma við ýmis vandamál tengd tímastjórnun og -blindu. Af einskærri góðmennsku tóku þær því klukkutíma til að kenna hlustendum á þeirra helstu tips and tricks til að halda heimilislífi gangandi.
Fyrir þau sem ekki vita að Birna og Bryndís eru lygasjúkar, þá var textinn hér að ofan eintóm lygi og fjallar þátturinn fyrst og fremst um vanhæfni þeirra á flestum sviðum.
Fyrir utan umræður tengdar tímastjórnun ræða vinkonurnar einnig fjölnotagildi íþróttatoppa, sangríusósaðar moskítóflugur og margt margt fleira.
Flere episoder fra "Brestur"
Gå ikke glip af nogen episoder af “Brestur” - abonnér på podcasten med gratisapp GetPodcast.