
87. Töfrarnir í hinu óformlega. (Lýðskólar, innri vöxtur, heilsumissir, flæði og valdefling). Margrét Gauja Magnúsdóttir
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Margréti Gauju Magnúsdóttur sem er að eigin sögn orkusprengja með mjög litríka og skrautlega ferilskrá. Hún starfar nú sem skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og brennur fyrir óformlega menntakerfinu, úrræðum og velferð ungmenna.
Við ræddum um lýðskóla, þar sem nemendur koma í skólann af innri áhuga og forvitni, fá hrós, hvatningu og stuðning. Engar einkunnir og ekkert vesen. Í lýðskóla fæst frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum. Þar þjálfast nemendur í félagslegum samskiptum og öðlast aukið sjálfstraust.
Þegar við stígum út fyrir þægindarammann þá verður mikill innri vöxtur og í hinu óformlega geta gerst svo magnaðir töfrar. Við ræðum einnig um mikilvægi félagslegrar heilsu, og hvernig börn og ungmenni hafa stórkostlega þörf fyrir það að tilheyra.
Margrét Gauja hefur upplifað það að missa heilsuna og fór eftir það í gríðarlega naflaskoðun. Hún áttaði sig á því að hún var búin að taka heilsuna sem sjálfsagðan hlut og tók í kjölfarið ákvörðun um það að vakna aldrei aftur veik vitandi það að hún bjó til það ástand sjálf, vísvitandi.
Við ræðum einnig mikilvægi hugarfars og þess að staldra við og gefa sjálfum sér þá gjöf að valdeflast, finna sig, styrkja sig og komast í einhvers konar flæði. Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og hvað ætla ég að taka út úr þessu?, hvernig ætla ég að nýta mér þessa reynslu til þess að koma út úr þessu standandi og sterkari?
Margrét Gauja er einnig jöklaleiðsögumaður og athafnastýra hjá Siðmennt. Hún elskar að gifta fólk á alls konar óhefðbundnum stöðum, t.d. uppi á jökli og segist stundum vera jafnvel spenntari en brúðhjónin. Henni finnast það ótrúleg forréttindi að vinna við eitthvað þar sem hún fer hlæjandi í vinnuna og hlæjandi heim.
Að lokum fáið þið að heyra magnaða fæðingarsögu Margrétar Gauju þegar hún fæddi dóttur sína í dyragættinni heima hjá sér.
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!
Heilsuhillan. Vandaðar vörur til bættrar heilsu og vellíðunar. Heilsuvara maí er Astaxanthin frá Algalíf. Munum að taka inn Astaxanthin þegar sólin er farin að láta sjá sig 🌞.
Virkja. Markþjálfunarskóli sem stuðlar að innri vexti samhliða árangri. Bókaðu 20 mínútna kynningarfund um nám í markþjálfun þér að kostnaðarlausu.
GeoSilica® er nýjasti samstarfsaðili hlaðvarpsins. GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar. Með byltingarkenndri framleiðsluaðferð eru steinefni unnin úr jarðhitasvæðum Íslands og þróuð hafa verið 100% náttúrulegar og vegan-vottaðar gæðavörur. Kísill er eitt algengasta steinefni heims og finnst víðsvegar í náttúrunni. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og GeoSilica auðveldar upptöku hans.
Ungbarnasund Erlu. Næstu námskeið eru 3 vikna sumarnámskeið 8.-24.júlí en hægt er að ,,stökkva" inn í vornámskeið sem lýkur 27.maí á meðan pláss leyfir.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Fler avsnitt från "Með lífið í lúkunum"
Missa inte ett avsnitt av “Með lífið í lúkunum” och prenumerera på det i GetPodcast-appen.