Alfa hlaðvarp podcast

Jón Sigurðsson - Sveitastrákurinn með stóru draumana

0:00
1:13:40
Rewind 15 seconds
Fast Forward 15 seconds

Gestur þáttarins er Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf. Jón er að eigin sögn slugsi frá Selfossi og móðir hans óttaðist að hann myndi aldrei áorka neinu. Jón féll bæði á gagnfræðiprófi sínu sem og inntökuprófi í rafvirkjanám. 

Eftir frekar stefnulausa siglingu í gegnum lífið þá kviknaði á metnaðinum hjá Jóni. Hann fór aldrei í menntaskóla en tókst með sínum leiðum að ná sér í tvær háskólagráður, í Danmörku og Bandaríkjunum. Jón varð síðan viðskiptafulltrúi Íslands í New York þar sem hann kynntist fyrirtækinu Össur hf. 

Jón var ráðinn til Össurar sem forstjóri árið 1996, en þá hafði félagið aðeins 40 starfsmenn og 400 m.kr. í veltu eftir 24 ára starfsemi. 

Jón setti strax markið hátt. Hann leiddi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað og nýtti sér svo krafta íslenska fjármálamarkaðarins til þess að ráðast í yfirtökur. 

Stórtækustu kaupin voru á Flexfoot Inc. sem var margfalt stærra en Össur og velti þá 75 milljónum dollara. Í viðtalinu fer Jón yfir þessa sögu og greinir frá einu mjög afdrifaríku símtali. 

Sá árangur sem Össur hefur náð undir forrystu Jóns er ótrúlegur. Hjá félaginu starfa í dag um 3000 starfsmenn í 25 löndum. Félagið veltir yfir 75 milljörðum króna og er metið á um 405 milljarða. 

Slagorð félagsins er „Líf án takmarkana“ en fyrirtækið framleiðir m.a. stoðtæki fyrir fólk sem hefur misst útlimi. 

Jón deilir í viðtalinu sinni sýn á stefumótun, kúltúr og mikilvægi gilda í starfsemi Össurar. Loks deilir Jón því hugarfari og vinnusemi sem fólk þarf að temja sér til þess að ná langt í viðskiptum. 

 

Njótið vel 

More episodes from "Alfa hlaðvarp"