Alfa hlaðvarp podcast

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Einstök saga Actavis

0:00
1:08:19
Rewind 15 seconds
Fast Forward 15 seconds

Viðmælandi þessa þáttar, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (eða Edda eins og hún er kölluð), hefur átt langan og farsælan feril sem einn af lykilstjórnendum í Actavis og forverum þess fyrirtækis, Pharmaco og Delta. 

Í viðtalinu lýsir Edda hvernig lyfjaframleiðsla varð til sem atvinnugrein á Íslandi og þróaðist í að verða einn af burðarstólpum atvinnulífsins. Fyrirtækin Pharmaco og Delta voru leiðandi í þeirri uppbyggingu en þau fyrirtæki byrjuðu sem eitt, slitu svo samvistum en tóku aftur saman 2002 og breyttu síðan nafninu í Actavis. 

Á árunum 1999-2008 margfaldaðist umfang starfsemi Actavis erlendis og félagið réðst í á annan tug yfirtakna og varð loks að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. 

Edda sem hóf störf hjá félaginu árið 1980 vann sig upp og varð aðstoðarforstjóri Actavis Group árið 2008 og svo forstjóri Actavis á Íslandi 2010 þar til hún lét af störfum árið 2014. Árið eftir komst Actavis í eigu Teva og hætti stuttu síðar lyfjaframleiðslu á Íslandi. 

Í viðtalinu deilir hún þessari sögu sinni og félagsins með okkur. Þess má geta að Edda hefur hlotið fálkaorðuna fyrir framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs. 

Edda hefur setið í ótal stjórnum undanfarin ár þ.m.t. hjá Össur sem og stjórnarformaður vísissjóðsins Brunns. Hún hefur sérstaka ástríðu fyrir nýsköpun og að styðja við framgang kynsystra sinna á því sviði. 

Njótið vel 

More episodes from "Alfa hlaðvarp"