Það er von podcast

Það er von

thadervon

Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.

52 Episoder

 • Það er von podcast

  Svavar Georgsson

  1:09:35

  Viðmælandi þáttarins er Svavar, sagan er stór og viðsnúningurinn enn stærri. Svavar fagnaði 2 ára edrúmennsku nýlega og leiddi hann okkur í gegnum lífið, allt frá því að vera polli í vestmannaeyjum yfir í að búa á götunni í yfir 10 ár. 
 • Það er von podcast

  Klara Óskarsdóttir

  1:06:22

  Viðmælandi þáttarins er hún Klára Óskarsdóttir. Klara segir okkur frá lífi sínu og hverrnig lífið tók breytingum þegar hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Englands. Hún segir okkur frá því hvernig lífið varð einn blekkingarleikur... Í dag er Klara edrú og í virkilega góðum málum að gera flotta hluti í lífinu. Við mælum með að hlusta á þáttinn 
 • Það er von podcast

  Gå ikke glip af nogen episoder af Það er von - abonnér på podcasten med gratisapp GetPodcast.

  iOS buttonAndroid button
 • Það er von podcast

  Eðvarð Þór

  1:04:07

  Viðmælendur þáttarins er Eðvarð og dóttir hans Anna. Eðvarð er alkahólisti í bata, sjómaður, stjórnar meðlimur það er von og umfram allt pabbi. Anna er dóttir Eðvarðs. Þetta er einstakur þáttur en í þáttinum þræðir Eðvarð sögu sína og Anna fær að segja okkur hennar upplifun af því hvernig er að eiga pabba sem gat ekki verið til staðar á yngri árum. 
 • Það er von podcast

  Davíð Tómasson

  1:01:09

  Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Davíð Tómasson, gekk undir listamannsnafninu Dabbi T. Þátturinn er pakkaður af einlægni, heiðarleika og ábyrgð. Davíð rekur sögu sína af sjálfsþekkingu og er ljóst að hann hefur unnið í sjálfum sér og sér hlutina með einstakri yfirsýn. Við hvetjum ykkur til að deila frásögninni á sem flesta staði. 
 • Það er von podcast

  Heiðdís Austfjörð

  1:04:00

  Viðmælandi þáttarins er engin önnur en Heiðdís Austfjörð, hún segir okkur frá lífi sínu og upplifunum. Hún deilir með okkur skoðunum og já er allskonar! Skemmtilegur þáttur 🥰 Ef ykkur líkar vel munið að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von. 
 • Það er von podcast

  Óli Sigurðsson

  58:10

  Viðmælandi þáttarins er líklegasta með eldri sálum sem við höfum hitt, en hann Óli segir okkur frá lífshlaupi sínu sem spannar nú samt ekki nema 20 og eitthvað ár. Hann er sveitastrákur og gefur okkur innsýn í sína upplifun. Við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samélagsmiðlum það er von. 
 • Það er von podcast

  Svava Sigurðardóttir

  1:05:12

  Viðmælandi þáttarins er Svava Sigurðardóttir. Í þættinum segir hún okkur frá feluleiknum, grímunni sem hún hélt útávið. Hún segir okkur að það hafi verið sjokk fyrir fólk að heyra að hún væri á leið í meðferð. Saga Svövu gefur okkur svo góða innsýn í stóran hóp af fólki sem þróar alkahólisma á fullorðinsárum. Við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von
 • Það er von podcast

  Davíð Máni

  43:28

  Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Davíð Máni. Davíð gefur okkur einstaka sýn í hvernig er að vera með einhverfu og ánetjast hugbreytandi efnum. Við vonum að þið hlustið vel á frásögn Davíðs, við erum þakklát fyrir að hafa fengið hann í þáttinn, við minnum ykkur á að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von 🥰
 • Það er von podcast

  Rebekka Hrafntinna

  1:03:08

  Viðmælandi þáttarins er Rebekka Hrafntinna. Sagan hennar er mögnuð og við vonum að þið hlustið, því þessi stelpa er algjör hetja. Ef ykkur líkar þátturinn munið að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von 🥰
 • Það er von podcast

  Snæþór Ingi

  1:19:06

  Viðmælandi þáttarins er Snæþór Ingi, hann var ofvirkur krakki sem var útum allt. Hann aðhyllist mótorsport og síðarmeir líkamsrækt. Hann náði miklum árangri í því sem hann var að gera en byrjaði að fikta við stera og eftir það breyttist margt. Ef ykkur líkar þátturinn, ekki gleyma að deila og tagga okkur á samfélagsmiðlum það er von

Få adgang til hele det store podcastunivers med gratisappen GetPodcast.

Abonnér på dine favoritpodcasts, lyt til episoder offline, og få spændende anbefalinger.

iOS buttonAndroid button
© radio.de GmbH 2022radio.net logo