Skoðanabræður podcast

#190 Einkaskoðanir Jóhannesar Hauks

0:00
7:44
Spol 15 sekunder tilbage
Spol 15 sekunder frem

Farðu á Patreon fyrir heildarupplifunina. Það kostar í alvöru mjög lítið.

Það er talað um poetic justice í enskumælandi löndum... að fá Jóhannes Hauk til að gagnrýna ráðstafanir Skoðanabræðra í auglýsingamálum, en um leið nota viðtalið við hann til að fjölga áskrifendum að sama kerfi og gerir þeim kleift að stunda umræddar brellur. Brellur er ákveðin leið til þess að orða þetta og að mínu mati ómakleg. Þetta eru afkomubætandi áherslubreytingar. Sömuleiðis ræðum við mál Alec Baldwin við Jóhannes Hauk, sem hefur töluvert um það mál að segja.

En, hér er ýmislegt annað rætt; psycho vibes hjá stærsta fjölmiðlaútgefanda í Evrópu, endalaus lúserakuldi í Reykjavík, tónleikarnir hennar Bríetar, baksviðið hjá Gísla Marteini þegar goons mættu á staðinn og að sjálfsögðu, margt fleira.

Flere episoder fra "Skoðanabræður"

 • Skoðanabræður podcast

  #202 Léttasta vinna í heimi

  3:44

  Hver er léttasta vinna í heimi? Hér er sett fram alvarleg kennning. Og það er alvarleg stemning á sunnudagsmorgni. Hvort mótar þinn heila, hlaðvörp eða útvarp? Skiptar skoðanir. Skoðanabræður hvetja Gísla Martein til að íhuga framboð. Styttist í kosningar. Issi nýr rappari: „Ég ætla að taka yfir.“ Viturleg orð fyrir upprennandi einstakling. Er það vel. Hvað annað? Tesla er það öðrum rafbílum sem iPhone er Android-símum. Þetta liggur fyrir. Og margt fleira. Farið á Patreon!
 • Skoðanabræður podcast

  #201 Skoðanir Fríðu Ísberg

  1:41:45

  www.patreon.com/skodanabraedur Fríða Ísberg skáld og rithöfundur fær sér sæti í Egilsstofu og ræðir pólaríseringu, samkennd, ritstörfin, gagnrýni, success, stjórnmálin almennt, spítaladvöl sína, nýju skáldsögu sína Merkingu og allskonar annað epískt.
 • Skoðanabræður podcast

  Gå ikke glip af nogen episoder af Skoðanabræður - abonnér på podcasten med gratisapp GetPodcast.

  iOS buttonAndroid button
 • Skoðanabræður podcast

  #200 Stóri þátturinn um fíkn

  3:39

  Í vikulegum þætti er rætt um grasfíkn, áfengisfíkn, lögleiðingu í Þýskalandi, þráhyggjur, gerðar upp sakir við Fortuna Invest og hinir óumflýjanlegu fjórir kostir hvers karlmanns; I. að verða að föður sínum; II. að ganga í herinn; III. að gera konseptlist; eða IV. að deyja í skóginum.  Og auk þess leggjum við til að ÁTVR verði lögð í eyði. Farið á Patreon!
 • Skoðanabræður podcast

  #199 Skoðanir Kjartans Þórissonar

  2:24:11

  Styddu frjálsa fjölmiðlun á www.patreon.com/skodanabraedur Kjartan Þórisson er king frumkvöðull og hefur sett nokkur fyrirtæki á stofn í gegnum tíðina. Við förum yfir startup heiminn í viðu samhengi - á skemmtilegan hátt. Geðsjúka peningamaskínan Google, Noona, heilsukvíði, Guð, Zuckerberg, Game A & Game B, framtíðin, ethics, hnignandi heimsveldi, peningar, sýn, stefnur, samfélög og stjórmál!
 • Skoðanabræður podcast

  #198 Auðvitað kennum við leiðinlegt shit en ekki gagnlegt drasl

  16:11

  Veður eru válynd… nóvember. Þetta gerist ekki verra, segir Bergþór, en það er jákvætt. Þetta er þess vegna bókstaflega ekki að fara að verða verra. Til umræðu í vikunni eru að sjálfsögðu einkum skilaboð kvennanna í Fortuna Invest til þjóðarinnar: Lánveitingar skipta meiru máli en helgur menningararfur. Það er svosem hægt að fallast á það í svona praktískum skilningi. En málið er flóknara, eins og hér er rætt. Við ræðum einnig stöðu fjölmiðla, eins og okkar er von og vísa. RÚV – eru þau að missa tökin, er spurt. Og Rosalía.. verður sá katalani næsta stórstjarna heimsins?
 • Skoðanabræður podcast

  #197 Skoðanir Níels Thibaud Girerd

  2:03:27

  Sælir, Nilli, og nú er hann mættur í Skoðanabræður, öllum þessum árum síðar. Hann er útskrifaður leikari, hefur verið lykilmaður í Íslensku óperunni um árabil og kann bíómyndina uppúr Kristnihaldi undir jökli utan að. Persónulegt viðtal við Niels, sem er sérstaklega mikill kóngur, verður að segjast. Og auðvitað, óhjákvæmilega, eru gerð upp þau miklu eftirmál sem urðu af sakleysislegu freestyle-i Nilla fyrir sjónvarp mbl.is á Airwaves 2011. Að verða stjarna fyrir annað eins er auðvitað einstakt fyrirbæri í menningarsögunni – en þetta er frægð sem hefur verið nýtt til góðs.
 • Skoðanabræður podcast

  #196 Rotnandi Líkami Joe Bidens

  4:10

  Hlustaðu í  fullri lengd inná www.patreon.com/skodanabraedur Stemningin var gífurleg í Egilsstofu þetta mánudagskvöldið. Epískur þáttur og epískar umræður um Joe Biden og hægðirnar hans, Verzló Vælið, hvort það sé í lagi að hringja sig inn veikan, Viðreisnarlibba, Dave Chapelle & Þórdís Kolbrún & transfólk, Spánn, heilbrigðiskerfið og íslenska vinstrið.
 • Skoðanabræður podcast

  #195 Skoðanir Glódísar Guðgeirsdóttur

  1:45:15

  Glódís Guðgeirsdóttir er fyrrverandi fimleikakona, jarðfræðingur og leikmaður í leiknum. Hérna er farið yfir allt það sem er gaman að hlusta á fólk tala um í podcasti: Lyftingar, Twitter, Fimleikasambandið, borgarskipulag, Vatnsenda, Flateyri, djammið og bíla.
 • Skoðanabræður podcast

  #194 Er ásættanlegt að klæðast Ralph Lauren?

  10:12

  Snorri á Spáni, Bergþór í borg kvíðans. These are dark times, there is no denying. But you can't fight this war on your own, Mr. Potter… segir á einum stað. Þetta á líka við núna, og um hlustendur Skoðanabræðra – þið þurfið á þessu að halda. Ýtið á play og hlustið á vitrænar samræður um allt frá nýju nýlendustefnunni til hins syfjaða einstaklings í Hvíta húsinu. Hvað gerir maður þegar Frakkarnir týna töskunni manns og hvert fer maður, ef það er engin leið út úr heiminum?
 • Skoðanabræður podcast

  #193 Skoðanir Joey Christ og Tatjönu Dísar

  1:36:55

  Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís eru að sitja upp leiksýninguna Sýningin Okkar í Þjóðleikhúsinu. Skoðanabræður höfðu svo gaman af sýningunni að þeir vildu ræða hana frekar og fengu kings í þáttinn. Joey ætti að vera bræðralaginu kunnur - þetta er tíunda framkoma hans í Skoðanabræðrum, en annars er hann sviðshöfundur og rappari. Tatjana er sviðshöfundur og raftónlistarkona. Hérna er talað um: kakóhægrið, Leynilögguna, áföll, fjölmiðla, samfélagsmiðla, seremóníur, hlutverk listar og allt þetta helsta sem gaman er að tala um. KING þáttur hér á ferð!

Få adgang til hele det store podcastunivers med gratisappen GetPodcast.

Abonnér på dine favoritpodcasts, lyt til episoder offline, og få spændende anbefalinger.

iOS buttonAndroid button
© radio.de GmbH 2021radio.net logo