Morðcastið podcast

Morðcastið

Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið er podcast þar sem fjallað er um íslensk og erlend sakamál á léttum nótum. Þátturinn kemur út á hverjum fimmtudegi. Til að hafa samband: mordcastid@gmail.com instagram.com/mordcastid twitter.com/mordcastid

124 Episoden

 • Morðcastið podcast

  122. Orð dagsins er: Snyrtivörur

  1:01:13

  Góðan daginn fimmtudaginn. Í þætti dagsins segir Bylgja frá máli sem gerist í Bandaríkjunum og hefur að geyma margfalt fleiri spurningar en svör, mjög sorglegt og mjög hræðilegt. Unnur aftur á móti segir frá konu sem fæddist 1620 og helgaði líf sitt því að eitra fyrir karlmönnum. Í boði Artasan, Stöð 2+ og Ristorante.
 • Morðcastið podcast

  121. Orð dagsins er: Jólaskraut

  52:07

  Júhú. Nýr þáttur í dag, og ég er ekki frá því að hann sé enn sá hræðilegasti hingað til. Mörg börn deyja, einn lifir af. Allt í allt bara mjög sorglegt en á sama tíma áhugavert. Í boði Artasan, Stöð 2 plús og Ristorante
 • Morðcastið podcast

  Verpasse keine Episode von Morðcastið und abonniere ihn in der kostenlosen GetPodcast App.

  iOS buttonAndroid button
 • Morðcastið podcast

  120. Orð dagsins er: Gírkassi

  59:08

  Í dag eru akkúrat 12 fimmtudagar fram að jólum. Hvað sem því líður þá er nýr þáttur í dag, tvö mál og mikið um að vera. Bylgja segir frá máli sem er óupplýst þar sem stelpa hverfur úr símaklefa. Líklega amk. Unnur hinsvegar segir frá máli þar sem fjölskylda hverfur í Californiu, en þau finnast reyndar. Í boði Stöð 2 plús, Ristorante og Artasan.
 • Morðcastið podcast

  119. Orð dagsins er: Öfund

  47:17

  Jújú, þið þekkið þetta. Það er kominn fimmtudagur. Í þætti dagsins tekur Unnur fyrir mál sem gerist árið 1984 þar sem afbrýðissemi og samanburður gengur alltof of langt. Svo gerist reyndar lítið meira, Unnur fær munnræpu og Bylgja hlustar. Í boði Ömmu mús, Ristorante og Artasan. www.pardus.is/mordcastid
 • Morðcastið podcast

  118. Orð dagsins er: Swastika

  1:16:09

  Júllijúhú! Í þætti dagsins segir Bylgja frá hræðilegri fjölskyldu sem gerir hræðilega hluti og skammast sín ekki neitt. Ógeðslegt og ömurlegt í alla staði. Unnur segir frá pari sem hefði betur ekki gengið jafn langt og þau gerðu til þess að uppfylla adrenalínþránna. Í boði Artasan ehf., Ömmu mús og Ristorante. www.mordcastid.is
 • Morðcastið podcast

  117. Orð dagsins er: Gaming

  1:27:19

  Góðan daginn fimmtudaginn! Þáttur dagsins í dag er þemaþáttur, hvorki meira né minna en tölvuleikja þema. Gaming! Unnur segir frá allskonar tengingum við tölvuleiki áður en hún segir svo frá ungum strák sem framkvæmir hræðilegan hlut á heimili sínu. Bylgja segir svosem frá svipuðu máli, þó reyndar ekki því sama. Margir fjölskyldumeðlimir sem hljóta sorglegan endi hér í dag. Í boði Elko, Artasan, Ömmu Mús og Ristorante
 • Morðcastið podcast

  116. Orð dagsins er: Hundur

  57:56

  Góðan daginn þennan fallega fimmtudaginn. Þáttur dagsins er alls ekki á jákvæðari nótum en einhver annar, því miður, illa farið með alltof margar manneskjur.  Bylgja er staðsett í Bandaríkjunum að venju, þar er hundakona sem hlýtur hræðileg örlög og málið vekur margar spurningar sem við fáum því miður ekki svarað. Já hún er með óupplýst. Unnur hinsvegar segir frá máli sem tengist málinu hennar í Live þættinum, raðmorðingi og hans saga. Í boði Artasan, Ristorante og Ömmu mús.
 • Morðcastið podcast

  115. Orð dagsins er: Presley

  1:25:01

  Góðan daginn fimmtudaginn! Það eru tvö mál í þætti dagsins og alltof mikill viðbjóður. Bylgja segir frá ungum systrum í Bandaríkjunum sem elska Elvis Presley á meðan Unnur segir frá konu (og hundi) sem lifir hamingjusöm til æviloka. Djók, því miður. Í boði Artasan ehf, Ömmu mús og Ristorante. Ps. Ef þið viljið hlusta á fleiri þætti þá mælum við með því að kíkja inná Pardus.is
 • Morðcastið podcast

  114. Orð dagsins er: Eista

  46:06

  Það er bara komið haust. Rútínan og endalausir fimmtudagar. Systur eru í bæði Evrópu og Norður-Ameríku í dag og segja hlustendum frá villuráfandi eista, ógeðslegu fólki og barnapíum sem áttu mun betra skilið en þær uppskáru. Þið getið fundið óklipptu útgáfu af þessum þætti auk fjölda annarra inná Pardus.is. Þátturinn er í boði Ristorante.
 • Morðcastið podcast

  113. Orð dagsins er: Skemmtiferðaskip

  1:01:57

  Skemmtiferðaskip, what a concept. Her líka, hvað er málið með her? Þáttur dagsins býður uppá tvö mál, í rauninni talsvert fleiri reyndar, en amk mjög mikið af ömurð. Annað málið gerist á skemmtiferðaskipi sem endaði sem ekkert sérstaklega skemmtilegt skip og hitt segir frá ungu pari í Bandaríkjunum sem hefðu ekki endilega átt að vera kærustupar. Þið getið fundið óklipptu útgáfu af þessum þætti auk fjölda annarra inná Pardus.is. Í boði Ristorante.

Hol dir die ganze Welt der Podcasts mit der kostenlosen GetPodcast App.

Abonniere alle deine Lieblingspodcasts, höre Episoden auch offline und erhalte passende Empfehlungen für Podcasts, die dich wirklich interessieren.

iOS buttonAndroid button
© radio.de GmbH 2021radio.net logo